Þjást íslensk fyrirtæki af einkennum lystarstols? seinni hluti

Í fyrri grein um sama málefni skýrði ég frá hugtakinu „Anorexia Industrialosa“ sem ég hef kosið að kalla rekstrar röskun.  Skipulagsheildir sem glíma við þessa röskun hafa einbeittan vilja til þess að ná fram hagræðingu í rekstri með gengdarlausum niðurskurði sem ekki er í neinu samhengi við þær markaðsaðstæður sem skipulagsheildin býr við. Keppst er við að hámarka arðsemi nánast eingöngu í  gegnum niðurskurð kostnaðar.

Skoðum nokkrar staðreyndir.

  1. Íslenskir stjórnendur hafa sára litla reynslu við að stýra fyrirtækjum í kreppu.
  2. Íslenskir stjórnendur skera niður kostnað til þess að geta boðið betra verð og aðgreint sig með lægra vöruverði. Þrátt fyrir að athuganir sýni að yfirleitt eru aðeins 10% í hverri grein  aðgreind með lágu verði.
  3. Vandamál fyrirtækja í dag er ekki vöruskortur, heldur skortur á viðskiptavinum.
  4. Rannsóknir sýna að allt að 85% fyrirtækja hafa ekki minnstu hugmynd um hvernig eigi að framkvæma markaðshlutun (e. segmentation).
  5. Þær skipulagsheildir sem ekki skilja þarfir viðskiptamanna sinna til hlítar eiga engan annan kost en að lækka verðið til þess að reyna að laða að viðskipti.
  6. Það eiga ekki allir við götuna mína bíla í sama lit. Það kaupa ekki allir sama dagblaðið.
  7. Skipulagsheildir sem stunda vandaða markaðshlutun í þeim tilgangi að skilja þarfir viðskiptavina sinna þurfa ekki að keppa í verði.  Lesa meira

Þjást íslensk fyrirtæki af einkennum lystarstols? fyrri hluti

Blekkingar lystarstols

Við rannsóknir á skipulagsheildum sem hafa orðið undir í samkeppni hefur komið fram leitni sem fræðimenn eru farnir að kalla „Anorexia Industrialosa“ sem mætti kannski heimfæra á íslensku sem rekstrar röskun.

Einkenni þessara skipulagsheilda er einbeittur vilji þeirra til þess að ná fram hagræðingu í rekstri með niðurskurði á kostnaði. Viljinn til þess að keyra niður kostnað gengur svo langt að hann leiðir til megurðar og loks dauða skipulagsheildarinnar. Í dag er talið að fjöldinn allur af fyrirtækjum sem féllu á níunda og tíunda áratug síðustu aldar megi rekja til hugarfars stjórnenda sem einblíndu um of á fjármálalegar kennitölur og arðsemi í gegnum niðurskurð kostnaðar. Lesa meira